9 Ástæður fyrir því að bæta BCAA í daglega rútínu
Frumur mannslíkamans geta smíðað meirihlutann af amínósýrunum en það eru nokkrar sem við getum ekki smíðað, að minnsta kosti ekki í nægjanlegu magni. Þessar amínósýrur kallast lífsnauðsynlegar amínósýrur. Þær eru: histidín, ísólefsín, lefsín, lýsín, metíónín, fenýlalanín, þreónín, trýptófan og valín. Eina leið okkar að fá þessar amínósýrur er með fæðunni, það er að segja að við verðum að borða mat sem inniheldur prótín þar sem þessar amínósýrur eru til staðar. Við brjótum niður prótínin og tökum amínósýrurnar upp gegnum slímhúð meltingarfæra yfir í blóðið. Ef þessar amínósýrur vantar getum við ekki smíðað öll okkar prótín og það getur leitt til alvarlegra sjúkdóma.
Amino Sýrurnar þrjár sem eru nauðsynlegar og líkaminn framleiðir ekki nátturulega og þurfa þar af leiðandi að koma í gegnum fæðu eða fæðubótarefni eru leucine, isoleucine og valine
Líkaminn notar BCAA í upptöku proteins og framleiða orku, þær geta líka haft jákvæð áhrif á þreytu, þ.e. minnkað stress og þreytu. Þær hafa líka mótvirkandi áhrif á æfingarþreytu.
Inntaka BCAA fyrir eða eftir styrktaræfingu minnkar harðsperrur/vaxtarverki í vöðvum.
Við inntöku BCAA er líklegra að fá betri uppörvun/boost í vöðvavöxt. Þetta getur þú fengið úr proteinríkri fæðu eða fæðubótarefnum.
Óstaðfestar rannsóknir gefa til kynna að BCAA stuðli að jafnvægi í blóðsykri.
BCAA getur hjálpað við að hindra þyngdaraukningu og stuðlað að þyngdartapi.
Að meðaltali er ættu 5-12g af BCAA daglega að vera nóg fyrir flesta, og er auðveldalega hægt að ná því með mataræði, íþróttafólk ætti að fá 10-20g daglega. Fæða sem inniheldur hátt magn af BCAA er t.d. :
- Kjöt, fiskur og kjúklingur: 3-4,5g per 84g
- Baunir og linsur: 2,5-3g í bolla
- Mjólk: 2,5-3g í bolla
- Tofu og tempeh: 0,9-2,3g per 84g
- Egg: 1,3g í einu eggi
- Graskersfræ 4,5-5g per 100g
- Ostur 1,4g per 84g
Þetta er ekki tæmandi listi en að bæta þessu í mataræðið hjálpar klárlega, fæðubótarefni eru koma ekki í stað hollrar fæðu en það hjálpar vissulega og að bæta BCAA í daglega rútínu er skref í átt að betri og hollari lífstíl. 15-35g af BCAA er talið ráðlegur dagskammtur.
Skilaboðin til að taka með sér eftir þessa lesningu.
BCAA fæðubótarefni rétt notuð hjálpa við að ná ásjánlegum og áþreifanlegum árangri í ákveðnum aðstæðum sérstaklega í líkamsrækt.
Hins vegar finnast þau einnig í prótein bætiefnum og í próteinríkri fæðu.